Pegasus hefur verið mikil skemmtun ungmenna í Álfhólsskóla og það hafa líklega allir kíkt allavega einu sinni þangað. Félagsmiðstöðin hefur margt uppá að bjóða, það er alltaf eitthvað að gera fyrir einhvern og svo er oft ákveðið þema suma daga sem er oft mjög skemmtilegt.
Starfsmenn Pegasus tala mikið við alla og sýna öllum athygli. Starfsmenn Pegasus heita Snorri, Nikki, Margrét, Laufey, Einar og Thelma og þetta er allt mjög gott fólk og eru alltaf í góðu skapi. Það eru alltaf opin hús á Mánudögum, Miðvikudögum og annan hvern Föstudag fyrir unglingastig, svo er opið á Miðvikudögum einu sinni í mánuði fyrir miðstig.
Pegasus er mjög virkt á samfélagsmiðlum og setur í story ef það eru opnanir þannig að það ætti ekki að fara fram hjá neinum ef þau eru að fylgja þeim á instgram. Það eru tvö herbergi hjá Pegasus, fyrsta herbergið er með sófum og skrifstofu Pegasus en hitt herbergið er með sófum, Playstation 4, Nintendo, sjónvarp og skjávarpa.
Lárus Aðils og Kristin Ari