Við tókum viðtal við Halla, Eirík og Huga um hvað þeim fannst að vera kennarar.

Hugi er búin að vera kennari í 5 ár og það skemmtilegasta sem honum finnst við að vera kennari er fólkið og að hafa góð áhrif á líf nemanda. Uppáhalds kennarinn hans er Pétur. Hugi kenndi í menntaskóla Kópavogs þegar hann var í kennara námi og er lærður framhaldsskólakennari en Álfhólsskóli er eini grunnskólinn sem hann hefur kennt í. Hann sagði að lífið hafi engan tilgang, sem honum finnst dásamlegt því annars værum við bundin hlekkjum tilgangsins. Sem fyrrverandi emo krakka finnst Huga emos bara æðislegir og finnst bara geggjað að þau þora að bera það utaná sér hvað illa þeim líður.

Eiríkur er búinn að vinna meira en 12 ár. Eiríkur sagði að það skemmtilegasta við að vera kennari er að kenna krökkum. Uppáhalds kennararnir hans er Halli og Steinarr. Hann hefur kennt í Hafnarfirði. Honum finnst tilgangur lífsins að vakna hamingjusamur og honum finnst emos cool.

Halli er búinn að vera kennari í 24 ár. Skemmtilegast við að vera kennari fyrir Halla eru nemendurnir. Halla finnst skemmtilegast að vinna með Kolbrúnu. Hann hefur ekki bara kennt í Álfhólsskóla, líka aðeins í Vesturbænum og Hveragerði. Halli lemur ekki börnin sín, þau lemja hann. Halla finnst að tilgangur lífsins sé að upplifa lífið. Honum finnst emos frábærir.
Eftir Matilde, Kárólínu og Sigrúnu í 9.HGG