Þann 3. nóvember tókum við viðtöl við frábæra og skemmtilega nemendur í fyrsta bekk, þar sem við spurðum um hvernig skólinn hefur hentað þeim og hvað þeim finnst.
Sölvi var fyrst spurður og tekinn í viðtal. Hann var smá smeykur í byrjun viðtalsins. Sölvi er sex ára drengur sem dreymir um að verða „skipstjóri á íslensku skipi.“ Hann segir að það hafi verið góð breyting á leikskólanum yfir í skólann. Að honum líði vel og að uppáhaldstíminn sé „að leika inni“ (frjálst). Svo spurðum við um hvað honum þótti mikilvægast um vináttu.
„Mér finnst mikilvægast að leika saman,“ svaraði Sölvi.
”Hjálpsemi er mikilvægast í vináttu”
Steinunn og Natalía komu næst í viðtal. Þær eru báðar sex ára og þeim finnst gaman í Álfhólsskóla. Þeim fannst öll fögin vera mjög skemmtileg og þær sögðu að þær hafa lært mikið. Svo var spurt hvað þær ætla að verða þegar þær verða eldri. Steinunn sagði að hún ætlar að vera rithöfundur og að hún ætlar að skrifa skemmtilegar barnabækur. Natalía er að stefna á það að verða lögregla og hún ætlar að hafa bæinn flottann og án glæpamanna.
Grein eftir: Jeremi Örn Bukowski, Sebastian Sigursteinsson Varón, Friðjón Inga Guðjónsson og Hörð Mána Jónsson.