Fyrrum nemandi sem elskar andalifur…

Í dag fórum við að taka viðtal við nýja kokkinn í álfhólsskola, hann Jóahann Örn. Sem tók við af honum sívinsæla Konna kokk. Jói hefur verið kokkur hér síðan að skóla árið byrjaði.

Jói var að vinna Hótel Reykjavík Centrum áður en hann kom hingað. Hann lærði að vera kokkur á hótel Holt og hefur verið kokkur í 20 ár!

Við spurðum Jóa hvernig honum finnst að vera kominn hingað í Álfhólsskola og hann er mjög ánægður að vera kominn hingað. Honum finnst umhverfið í Álfhólsskóla gott og hann finnur fyrir því að hann sé vekomin í Álfhólsskóla, Hann var meira að segja sjálfur í þessum skóla seinustu þrjú árin sín í grunnskóla. Jói elskar nautalund með foie gras, sem er andalifur.

– Önnu, Alexöndru og Jenný

Færðu inn athugasemd