Við tókum viðtal við Kristbjörgu Pálsdóttur, fyrsta kennarann okkar og spurðum hana hvernig henni finnst að kenna, og þetta eru svörin sem við fengum frá henni.
Spurningar
- Hvernig finnst þér að kenna? Henni finnst það ótrúlega skemmtilegt starf og maður veit aldrei hvernig dagurinn verður.
- Hvaða bekk kennirðu? Hún er að kenna þriðja bekk. Hún segist vera í kerfi sem virkar þannig að hún kennir þriðja og fjórða til skiptist en áður fyrr kenndi hún frá fyrsta upp í fjórða.
- Munduru vilja kenna á unlingastiginu? Hún hefur prófað það í æfingakennslu og henni fannst það svo mikið öðruvísi. Hún væri til í að kenna kannski eitt fag en henni finnst bara best að kenna yngsta stigi því hún er svo vön því.
- Hvernig líður þér þegar krakkarnir eru með mikið læti? Hún sagði að maður gæti alveg fengið hausverk en henni finnst mjög leiðinlegt þegar þau vilja ekki hlusta, hún reynir samt alltaf að finna leið til að fá þau til að hlusta.
- Finnst þér gaman að mæta í vinnuna? Hún segir að henni finnst alltaf mjög gaman að mæta í vinnuna og að það er aldrei neinn dagur eins.
Brynhildur, Erisa og Júlía í 9. bekk