Við tókum viðtal við 6 kennara um vináttu úr grunnskóla og komumst að þessari niðurstöðu
Eiríkur og Ragnheiður voru saman í grunnskóla og umgangast þess vegna daglega fyrrum bekkjarsystkini sín. Anna Pála, Bylgja og Þorsteinn eignuðust vini í grunnskóla sem þau tala ennþá við.
Þorsteinn ekki með sömu gildi og besti vinur sinn?!
Flest allir svöruðu já við að deila gildum með besta vini sínum en Þorsteinn (íslenskukennari) neitaði því.
„Það efast ég um” svaraði hann og hló.
Hreinskilnisgildi hátt hjá mörgum
„Frekar svipuð, myndi ég. segja okkur finnst til dæmis hreinskilni, traust mjög mikilvæg.”
Þetta svaraði Tanja (stærðfræði og náttúrufræði kennari) þegar við spurðum um gildi sem hún og besti vinur hennar hafa sameiginleg.
„Ekki svíkja, ekki stela, ekki ljúga”
Svaraði Eiríkur (enskukennari) þegar hann var spurður sömu spurningar.
Maya (10. bekkur), Helena, Thelma, Isaree (8. bekkur)