Við ætlum fjalla um notkun nemenda á samfélagsmiðlum.
Notkun samfélagsmiðla í Álfhólsskóla er mikil. Nemendur nota símann sinn eða önnur tæki til að fara á samfélagsmiðla á skólatíma. Við ætlum að taka viðtöl við 3 nemendur og 2 kennara og spyrja þau um notkun samfélagsmiðla í skólanum. Við ætlum að finna út hversu margir nota samfélagsmiðlana í skólanum og hversu lengi á dag.
Niðurstöðurnar voru frekar augljósar. Það kom í ljós að fjórar af þeim fimm manneskjum sem við ræddum við nota samfélagsmiðla á meðan þær eru í skólanum.
Steinarr sagði að hann noti samfélagsmiðla mjög lítið í skólanum og á daginn, hann sagði að hann noti Facebook og Workplace. Næst kemur Anna Pála. Hún notar ekki samfélagmiðla á meðan hún vinnur en á daginn notar hún Facebook einn klukkutíma á dag. Alan Sagðist nota samfélagsmiðla í skólanum eins og Snapchat, Instagram og Tik Tok. Á daginn notar hann þá u.þ.b þrjá klukkutíma á dag. Nú kemur að nemanda sem vildi ekki láta vita hver hann væri. Hann sagði að hann noti samfélagsmiðla í skólanum sem eru Insta, Snap og Tik Tok. Hann notar u.þ.b. sjö klukkutíma á dag í samfélagsmiðla. Síðasti nemandinn er Szymon sem notar samfélagsmiðla í skólanum eins og restin Tik Tok, Snap og Insta. Hann eyðir fjórum klukkutímum á dag í að skoða samfélagsmiðla.





Lukasz, Kacper, Szymon