Líðan í skólanum skiptir máli

Þó að námið sé mjög mikilvægur partur af skólanum þá skiptir líka máli hvernig nemendum líður í skólanum. Það hafa mögulega allir nemendur verið undir álagi og stressi  þegar það kemur að náminu eða félagslífi. Kennarar taka oft eftir því ef nemendur eiga erfitt með námið og reyna eins og þeir geta til að hjálpa þeim til að takast við því.

En það sem kennarar geta ekki breytt er félagslíf nemenda og hvort þeim líði vel eða illa í skólanum, þó þeir reyna eins og þeir geta að hjálpa er oftast erfitt að sjá miklar breytingar.

 Sumir eiga aðeins erfiðara að einbeita sér í tíma en aðrir, eða þeim finnst námið erfiðara. Þeim finnst eins og þau fái ekki nógu mikið hjálp. Það er ástæðan afhverju kennarar eru alltaf tilbúin í að hjálpa nemendum og þess vegna eru þau alltaf virk á Classroom ef þau þurfa hjálp eða hafa einhverja spurningar tengd náminu. 

Við viljum spyrja nemendur hvernig námið hefur haft áhrif á þau nýlega, sérstaklega í 10 bekk. Við spurðum nokkra nemendur spurningar um skólan.

Finnst þér eins og það hefur verið alltof mikið af verkefnum nýlega?

Já, það eru svo mörg verkefni sem ég á annaðhvort eftir að klára eða ekki einu sinni byrjuð á.

Hefur þú átt erfitt með að klára öll verkefni sem hafa verið gefinn þér?

Já, það eru svo mörg og það halda bara áfram að koma fleiri.

Hvernig líður þér í skólanum? (Við spurðum nokkra nemendur þessa spurningu og það komu alltaf öðruvísi svör, það fer bara eftir einstaklingnum.)

Vegna þess að öll svör voru svo öðruvísi er ekki hægt að koma með nákvæma niðurstöðu, en algengustu svörin voru annað hvort „já” eða „fer eftir deginum”.

Hefur námið áhrif á félagslífið þitt?

Það er smá erfitt að fara og hafa gaman með vinum þínum þegar þú átt yfir 20 verkefni eftir en annars hefur það ekki það mikil áhrif á félagslífið.

– Aníta og Alexsandra

Færðu inn athugasemd