Hvernig er námið öðruvísi og hvað er jákvætt við það að myglan kom?
Mygla kom í ljós í álmu 5 (líka þekkt sem List og verk álman) í Álfhólsskóla. Námið varð að sumu leyti allt öðruvísi en fyrir mygluna, sérstaklega fyrir List og verk kennarana, og auðvitað nemendurna, þegar þau fara í þessa ákveðnu tíma. En auðvitað er alltaf hægt að finna eitthvað jákvætt við það sem kemur fyrir, og það er ekkert öðruvísi með þessa myglu í Álfhólsskóla.
Við tókum viðtöl við tvo kennara sem áður kenndu í List og verk álmunni í Álfhólsskóla en þurftu að færa sig um set eftir að myglan kom í ljós. Við fáum að vita hvernig kennslan hjá þeim varð öðruvísi eftir mygluna og hvað þeim finnst vera jákvætt við að myglusveppur inn kom í ljós.
Inga Lóa, myndlistarkennari í Álfhólsskóla
Hvar kennir þú núna á meðan álman er lokuð?
„Í Digranesi, í stofu 20.”
Kennir þú enn þá það sama og þú gerðir fyrir mygluna?
„Mestmegnis kenni ég það sama núna. Síðastliðið vor þá þurfti náttúrlulega að breyta öllu. Þá gátum við ekki haft kennsluna þannig. Að haustinu þar sem að ég fékk stofu, en þegar ég var svona á flakki þá gat ég ekki kennt það sama það breytir verkefnunum mínum alveg. Núna kenni ég nokkurn veginn það sama.”
Hvernig finnst þér kennslan vera núna, er það mikið öðruvísi?
„Það er mjög svipað svar og við fyrri spurningunni. Þegar ég var þessu flakki og var ekki með stofu þá þurfti ég að breyta mínum verkefnum og kennslan var mjög öðruvísi. En núna er það nokkurn veginn það sama. En auðvitað er smá vesen, ég er alltaf að ganga á milli. Eins og í glr þá fór ég tvisvar yfir í digranes og þrisvar hingað, þannig að það er smá vesen.”
Hvað finnst þér vera jákvætt við að mygla kom?
„Við höfum fengið nýjar hugmyndir og ný verkefni út frá því. Það myndi ég segja að sé það jákvæða og svo bara það að þetta uppgötvaðist af því að þetta getur valdið heilsuvandamálum.”
Finnst þér krakkarnir vinna öðruvísi í tímum núna?
„Nei ég myndi ekki segja það. Kannski bara rólegri að þurfa labba yfir í Digranes og fá smá svona útrás við að fara yfir. Nei eg myndi ekki segja að það sé eitthvað öðruvísi”
Árni, smíðakennari í Álfhólsskóla
Hvar kennir þú núna á meðan álman er lokuð?
„Ég kenni smíði útikennslu. Ég er með aðstöð í gámi sem er við útganginn á skólanum.”
Kennir þú enn þá það sama og þú gerðir fyrir mygluna?
„Nei ég kenni ekki það sama. Ég kenni ekkert sem er í rauninni tengt smíði, nema tálgun út í skógi og svo er ég að reyna að kenna grunninn í smíði.”
Hvernig finnst þér kennslan vera núna, er það mikið öðruvísi?
„Það er miklu meiri útikennsla, 90% af tímanum er úti, en grunnin er svona alltaf það sama.”
Hvað finnst þér vera jákvætt við að mygla kom?
„Öðruvísi kennsluhættir”
Finnst þér krakkarnir vinna öðruvísi í tímum núna?
„Nei, krakkarnir eru alltaf frábærir.”
Við vitum að myglan hefur einnig haft góð áhrif á skólamenninguna þrátt fyrir að List og verk álman hefur verið lokuð lengi, en nú er verið að klára að gera við álmuna eftir að sveppurinn var tekinn út. Við vonum að álman verði bráðum opnuð aftur, með betri stofur og góðan stað til þess að læra á.
Lilja Rut & Amelia