Umgengni lýsir innri manni

Hvernig er umgengni á stráka klósettum í Álfhólsskóla?

Við fórum og könnuðum hvernig aðstæður á strákaklósettunum eru. Við fundum að flest strákaklósett voru ekki vel um gengin og það var rusl á gólfunum. Það var líka klósettpappír allstaðar. 

Strákaklósettin eru oftast mjög óhrein og ógeðsleg. Það er oft rusl á gólfunum, það er oft ekki sturtað niður eftir notkun, það er líka oft sápa á gólfinu og gólfin eru oftast klístruð út af því.

Við vonum að það er gengið betur um klósettin í framtíðinni, það verða alltaf einhverjir sem þrífa ekki upp eftir sig. Við vonum að þessi frétt láta stráka í Álfhólsskóla ganga betur um klósettin.

– 9. bekkur Jón, Atli og Ingimar

Færðu inn athugasemd