Bókasafnið er rólegur og þægilegur staður til að lesa, læra og vera með vinum. Það eru sófar, borð og skrifborð með tölvum, allt góðir staðir til að vera. Þegar þú kemur inn í bókasafnið er kona að nafni Guðný sem tekur á móti þér. Guðný getur gefið þér allar upplýsingarnar sem þú þarft að vita varðandi bækur.

Bókaúrvalið
Safnið er með margar bækur en samt ekki nógu margar. Það er ekki gott úrval af bókum sem hægt er að skrifa ritgerðir um. Það vantar úrval af bókum fyrir unglinga, hins vegar er bókaúrvalið fyrir miðstigið nokkuð gott, það eru margar auðveldar og stuttar bækur fyrir þau.

Júlíus tæknimaður
Júlíus tæknimaður er með vinnuaðstöðuna sína inni á bókasafninu, ef þú þarft einhvern tímann hjálp með ipadinn þinn þá ferðu beint inn á bókasafnið.

Grein eftir: Hrafn, Bjarka og Dagbjörtu