Í Álfhólsskóla hafa þemadagar verið í gangi (3. nóv – 5. nóv). Á þemadögum er haldið upp á vináttu og skipt í hópa og hóparnir fara á stöðvar að vinna mörg verkefni um vináttu og annað slíkt. Okkur fannst ein stöðin vera frekar áhugaverð. Þar voru nemendur að teikna fjaðrir og kennararnir gerðu draumafangara úr fjöðrunum til þess að vernda nemenduna í skólanum. Við fórum á stöðina og tókum viðtal við tvo nemendur, sem sögðu að sér þætti þettam verkefni áhugavert, en kannski ekki ýkja skemmtilegt. Það var verið að gera draumafangara á þessari stöð. Kennaranir voru Inga Lóa og Tanja.

Steinþór, Ásgeir og Andri