Fiskur helsti munurinn

Við spurðum tvo nemendur í 5. bekk hvernig þeim finnst að vera komin á miðstig og þetta voru þeirra svör.

Munurinn á yngsta og miðstigi er mikill. Nemendurnir sem við tókum viðtal við finnst samt mesti munurinn á matnum í hádeginu og þá sérstaklega hvað það sé mikill fiskur hér Hjallamegin. Þetta svar kom okkur sannarlega á óvart þar sem spjaldtölvurnar eru oft vinsælt umræðuefni.

Við tókum einnig viðtal við tvær stelpur í 8. bekk til að sjá hver helsti munurinn er á miðstigi og unglingastigi.

Hvernig finnst ykkur að vera komnar á unglingastig?

„Já það er bara mjög gaman.”

Hver að ykkar mati er mesti munurinn á mið og unglingastigi?

„Maður þarf ekki að fara út í frímínútur.“

„Og maður skiptir líka um stofur.”

Aðalheiður og Embla

Færðu inn athugasemd