Hlakka til að fá ipad

Við tókum viðtal við fjóra nemendur úr 4. bekk og fengum áhugaverð svör.

Við töluðum við tvo nemendur, Maríu og Franciszek. Við spurðum þau hvort það væri mikill spenningur fyrir 5. bekk, þar voru þau ekki viss. „Ég veit ekkert hvernig það er, mig langar bara að fá ipad,” svöruðu María og Franciszek. 

María og Franciszek eru bæði spennt og stressuð að fara í 5. bekk. Þeim finnst einnig þægilegt að Hjallaskóli sé nær þeim báðum svo það er styttra fyrir þau að labba í skólann. 

Við töluðum við Gunnar, sem er í 4. bekk. Gunnari finnst mjög gaman að vera í 4. bekk. Hann hlakkar til að fara í 5.bekk og fá ipad. Gunnar veit ekki hvaða kennara hann mun sakna og segir að það sé margt skemmtilegt sem verið er að læra um í skólanum.

(Mynd af Maríu og Alönu)

“Ég hlakka til að spila Roblox„

Við töluðum einnig við Stellu.

Stella er ekki mjög spennt að fara í fimmta bekk en hlakkar mikið til að fá spjaldtölvu til þess að geta spilað Roblox.

Eftir Alönu, Ásdísi, Hrafnhildu og Kristbjörgu í 10.bekk

Færðu inn athugasemd