Við spurðum 2. bekk og 6. bekk svipaðar spurningar, til að finna út hvað munurinn er.
Fyrst fengum við 5 nemendur úr 2. bekk og spurðum þau hvort þeim finndist skólinn vera erfiður. Þau svöruðu neitandi en sögðu að það væri stundum erfitt. Þeim finnst bara skólinn vera skemmtilegur.
Er skólinn skemmtilegur í 2. bekk?
Síðan spurðum við þau hvort þau eru spennt að fara í Hjallaskóla. Við fengum ekki nákvæma niðurstöðu en svörin voru já og nei. Einn nemandinn nefndi að hann væri spenntur að geta hitt systur sína sem er í 5. bekk.

Síðan fórum við í 6. bekk. Krakkarnir voru að fara en við náðum 2 stelpum sem voru til í að svara spurningunum
Finnst nemendum skólinn vera skemmtilegri í Digranesi?
Þeim finnst skólinn ekki vera erfiður og uppáhaldsfögin þeirra eru stærðfræði og íslenska. Önnur stelpan sagði að það væri aðeins skemmtilegra í Digranesi vegna þess að þar eru allar minningarnar.

Helga, Herdís, Alexandra, Hjördís, Dzejla