Við tókum könnun á 41 unglingum á unglingastigi um hreyfingu þeirra
Þar voru 78% sem æfðu íþrótt og 22% sem æfa ekkert. Þar kom í ljós að bandý var vinsælust þeirra sem tóku könnunina. Þar voru 9 sem sögðust æfa bandy 8 æfa fótbolta og 7 handbolta. Svo eru líka krakkar sem æfa körfubolta, skíði, fimleika, box, tennis, loftfimleika og crossfit. 51,2% af þessum krökkum eru að æfa í 6 eða fleiri klukktíma á viku.

Af hverju er hreyfing mikilvæg
Hreyfing er mikilvæg partur af lífinu og þess vegna er mikilvægt að hreyfa sig mikið. Það var gott að sjá að 51% fær almennilega hreyfingu 6+ klst á viku. 36% fer stundum í ræktina, 21% fer í ræktina og 34% fer ekki. Hreyfing er sterkur þáttur í andlegri heilsu.
Margir vita af hverju hreyfing er mikilvæg. Hreyfing getur komið í veg fyrir ýmsa sjúkdóma og stuðlað að bættri heilsu og lengra lífi. Hreyfing hefur einnig þann kost að geta bætt útlit og eru margir sem tengja hreyfingu bara við það
mynd 2
skrifað af Hrefnu og Auði í 10. bekk.