Er útivistartíminn að virka?

Við buðum krökkum á unglingastigi að taka könnun um hversu lengi þau eru úti á kvöldin og hvort þau fara eftir útivistartímanum. Þetta eru niðurstöðurnar.

Ísland er eina land í heimi sem er með útivistatíma fyrir börn. Þessi lög voru upphaflega gerð árið 2002 til þess að ná stjórn á vímuefnanotkun barna á grunnskóla aldri, og sú regla stendur enn. Á veturna mega 12 ára og yngri vera úti til 20:00 en börn 13-16 mega vera úti til 22:00. Lögin breytast þegar sumarið skellur á og þá mega börn 12 ára og yngri vera úti til 22:00 og börn 13-16 vera úti til 24:00. Spurningin er, fylga allir þessum lögum?

Í könnuninni okkar kom í ljós að 53,3% af börnum sem tóku könnuninna voru úti eftir að útivistartíminn kláraðist og 73% fannst ekki almennt allir fylgja útivistartímanum.
Við spurðum þá almenna spurningu, hversu lengi ertu oftast úti?
Kom í ljós að fjörtíu prósent komu heim kl 19:00- 21:00 að kvöldi, sex komma sjö prósent komu heim kl 21:00- 22:00, sextíu og sex prósent komu heim kl 22:00 – 24:00 og þrettán prósent komu heim fyrir 19:00.

Það sést á þessu að útivistartíminn hjálpar smá við að halda börnum inni en meirihlutinn gerir bara það sem hentar.

Sara Dís, Hrefna Vala, Þórunn Helga og Auður Berta.

Færðu inn athugasemd