Í þessari grein er talað um tölvuleiki sem að nemendur skólans spila og hvaða áhrif það hefur á nemendur.
Við vorum forvitin um mismunandi svör nemanda á unglingastigi og auk þess álit kennara um alla þessa tölvuleiki sem eru spilaðir. Við tókum hér viðtal við Hákon Inga í 10.bekk Sebastian í 9. bekk og Eirík umsjónarkennara í 9.bekk
Tölvuleikir koma í veg fyrir nám
Hákon segir að Daníel og Hrafn spila mest tölvuleiki í 10. bekk. Hann segir að tölvuleikir komi klárlega í veg fyrir skil í skólanum en mögulega ekki heima. Hann spilar sjálfur svolítið af tölvuleikjum en hann gæti vel lifað án þeirra.
,,Gæti ekki lifað án tölvuleikja”
Við spurðum Sebastian í 9. bekk spurninga um tölvuleikja á unglinga stigi. Hann heldur að Roblox sé mest spilaður á unglingastigi. Tölvuleikir hafa frekar mikil áhrif á námslífið hans. Hann gæti alls ekki lifað án tölvuleikja en ef þeir væru ekki til þá myndi hann æfa sig meira í fótbolta. Uppáhalds tölvuleikurinn hans er Fifa.
Eiríkur elskar Tekken
Eiríkur segir að Hörður spili mest tölvuleiki í tímunum sínum af öllum nemendum í 9. EÓ. Eiríkur heldur að stundum komi tölvuleikir í veg fyrir að nemendur skili verkefnum. Eiríkur myndi ekki eyða öllum tölvuleikjum ef hann gæti það. Uppáhalds tölvuleikurinn hans Eiríks er Tekken.
Grein eftir: Margréti, Kamillu og Söru Lind.