Við ætlum að tala um vandamálið hjá unglingastigi með sófa sem hefur haft áhrif á marga.
Síðast liðna önn hefur verið mikið vandamál með hvar maður á að sitja í pásum. Allir sófarnir og stólar voru teknir vegna þess að þeir voru eyðilagðir. Margar holur og límband fyrir þær varð til þess að allt varð tekið og verður langt í að þeir komi. Sófarnir voru einn af vinsælustu stöðunum fyrir unglinga þegar þeir voru frammi. Nú þegar allt er farið hafa unglingarnir varla stað til að vera á og þurfa verulega á sófum að halda. Við ætlum að ræða við nokkra unglinga um hvað þeim fannst.
Vandamálið í augum unglinga
Við tókum viðtal við Eyþór og Arnald í 9. HGG um hvernig þeim líður í fjarveru sófana.
Hvernig finnst þér að það eru ekki sófar á unglingastigi lengur? (Arnaldur) “Það er ömurlegt og það er þreytandi að það er ekki hægt að setjast á þægilegan stað.” (Eyþór) “Það er mjög lélegt því að það er ekki hægt að hvíla sig og vera rólegur.”
Hvernig áhrif hafði það á þig? (Arnaldur) “Það er búið að vera leiðinlegt og kennararnir eru að refsa okkur.” (Eyþór) “Engin af því að 10. bekkur tók alltaf sætin.”
Veist þú um lausn á þessu vandamáli? (Arnaldur)“Bara að kaupa nýja sófa.” (Eyþór) “Að búa til sófa í smíði og þannig.”
Hvar heldurðu að nemendur munu vera núna þegar sófarnir eru farnir? (Arnaldur) Það er meira af nemendum á göngunum. (Eyþór) “Í kringum borðin, á Pool borðinu og liggja á gólfinu.”
Finnst þér gott að sófarnir eru farnir eða er það vont? (Arnaldur) “Það er ekki gott.”(Eyþór) “Það er vont af því að við getum ekki setið á góðum stað.”
Grein eftir Helga G., Ívar og Patrikas 9.bekk