Er stöð 3. skemmtileg stöð?

Á einni stöðinni á þemadögunum var fjallað um kosti og galla samfélagsmiðla. Nemendur hönnuðu rafræn plaköt með þessum atriðum og bjuggu líka til slagorð til að hvetja fólk að vera kurteist á netinu/samfélagsmiðlum. 

Plakötin voru virkilega flott og vel gerð hjá nemendum. Við tókum viðtal við þrjá nemendur til að gá hvernig þeim fannst á stöð 3. 

Í viðtalinu við fyrsta nemandann sem við töluðum við sem var búinn í stöðinni.

Nemandanum fannst gaman á þessari stöð. Hann lærði um nýja galla og kosti sem nemandinn vissi ekki um. Þessum nemanda fannst skemmtilegast að svara spurningunum en fannst leiðinlegra að gera plakatið sjálft.

Næsti nemandi var ekki það glaður með stöðina, fannst óþægilegt hljóðið í hátölurunum og finnst ekki gaman að gera plaköt kannski er það meira skemmtilegt fyrir aðra.

Þriðji sem við tókum viðtal við var í stöðinni á meðan við tókum viðtalið. Nemandanum leist ágætlega á stöðina en honum fannst hljóðið í hátalaranum óþægilegt. Hann hlakkar til að fara í kahoot og heldur að hann muni læra örugglega einhverja nýja hluti.

Hvert er þá svarið? Er stöð 3 skemmtileg? Það fer eftir því hvern þú spyrð því ekki finnst öllum skemmtilegt að gera plakat og læra um samfélagsmiðla en sumum finnst það mjög skemmtilegt.

Svo hér eru nokkrar myndir af plakötum frá stöð 3.

Tómas Leó Þorsteinsson og Júlíus Heikir Vífilsson

Færðu inn athugasemd