Við spurðum nokkra kennara skólans fjölda spurninga um líf þeirra utan skólans og mörg svör þeirra komu okkur ansi að óvart!
Eiríkur tekur engin vítamín.
Við tókum fyrst viðtal við Eirík og honum finnst gaman að horfa á kvikmyndir, fara út og skella sér á pöbbinn utan skóla. Hann á líka ansi gott félagslíf, er giftur og á þrjú börn. Eiríkur hefur ekki bara unnið sem kennari heldur líka unnið í banka fjármálum og allskyns fyrirtækjum eins og t.d. málningarfyrirtæki. Uppáhaldsmaturinn hans er auðvitað djúsí steik, og hann er ekki með neitt á sakaskrá. Á föstudagskvöldi finnst Eiríki gaman að djamma og síðan á sofa. Eríkur tekur ekki vítamin heldur borðar hann bara rétt og drekkur ansi lítið áfengi. Síðan leysir Eirikur vandamál milli sín og annara með því að tala við aðilann á hreinskilnan hátt.
Halla finnst nammi ekki eins gott og áður fyrr.
Halli les mikið utan skólans og honum finnst það mjög gaman, hann þjálfar einnig köttinn sinn, hann er kattaþjálfari. Hann á þokkalega gott félagslíf utan skólans. Halli er í sambandi en býr einn og hann á eina dóttur. Halli hefur verið að vinna við meira en að kenna. Hann vann lengi við jarðvinnu að sprengja. Á föstudagskvöldum slappar Halli af því hann verður svo þreyttur eftir heila viku með fjörugum unglingum. Halli er ekki með neitt á sakaskrá en hann var stoppaður af löggunni um daginn því það vantaði afturljós á bílinn hans. Hann fékk sem betur fer ekki sekt en hann var þó skammaður. Halli tekur oftast B12 og D vítamín en gleymir því stundum. Hann drekkur áfengi en gerir það bara sirka 2 á ári. Ef hann á í vandamálum við aðra manneskju reynir hann að leysa úr þeim með umburðarlyndi og honum finnst best að tala um hlutina en segir að það geti verið gott að gefa því tíma.
Tanja er kominn í samband!!
Tanja var hæstánægð að láta taka viðtal við sig og sagði okkur margt skemmtilegt. Hún skellir sér oft í ræktina og chillar með vinum utan skóla. Hún einnig segist eiga frekar gott félagslíf og er í sambandi eins og stendur. Tanja er ekki bara kennari heldur þjálfar líka fimleika og vann einu sinni í vínbúðinni góðu. Hún elskar Taco’s, fílar nammi í botn og á föstudags kvöldum hittir hún vini sína og skellir sér alltaf á djammið. En stundum gleymir Tanja að taka vítamínin sín og það er alveg í lagi því hún drekkur ekki mikið áfengi. Hún Tanja leysir vandamál milli sín og annara með því að einfaldlega ræða málið.
Eftir Arnald, Ágústu, Ingu, Snædísi og Stellu í 10. bekk.